Hirðingjarnir styrkja Lego hópinn
Síðasta miljón ársins
Hirðingjarnir veittu Lego hópi Grunnskóla Hornafjarðar styrk upp á 1.000.000. Jón Guðni og Sunna sem hafa séð um að þjálfa nemendur grunnskólans tóku á móti gjöfinni í dag ásamt skólastjórnendum. Fjárhæðin mun koma sér afar vel upp í tækjabúnað og endurnýjun á borðum sem Legó hópurinn þarf að nota til þess að undirbúa sig fyrir næstu keppni. Hópurinn sigraði First lego league keppnina í Háskólabíó í byrjun nóvember. Þau stefna á að keppa í alþjóðlegu móti sem haldið verður í Grikklandi í maí. Við þökkum Hirðingjunum hjartanlega fyrir þessa veglegu gjöf sem er einnig síðasta miljónin sem þær veita í styrk á þessu ári.
