Verðlaunaafhending fyrir göngum í skólann og ólympíuhlaupið.

1. okt. 2023

Á föstudaginn voru tilkynnt úrslit í "göngum í skólann" verkefninu og ólympíuhlaupinu. Krakkarnir í 7. bekk unnu ólympíuhlaupið í ár en þau hlupu flesta hringi per nemanda. Það var hnífjafnt hjá 6. bekk og 9. bekk en þessir krakkar unnu líka í fyrra og hlutu því báðir bekkir gullskóinn að þessu sinni. Þess má geta að það eru fimm syskinapör í þessum tveimur bekkjum.  Eftir verðlaunaafhendingu var skellt í Just dance en það er alltaf mikið fjör.

HKG