Norðurlöndin kynnt í 6. bekk

10. apr. 2025

Nemendur í 6. bekk hafa síðustu vikurnar unnið með spennandi verkefni um Norðurlöndin.  Krakkarnir hafa verið að skoða menningu, sögu, landafræði og samfélag nágrannaþjóða okkar á skapandi og fjölbreyttan hátt. Að loknu verkefninu var boðið upp á glæsilega sýningu þar sem afraksturinn var kynntur fyrir foreldrum og öðrum nemendum skólans.

Meðal annars var kynning á mat frá hverju landi og vakti það mikla lukku. Þarna mátti finna sænskar kötbollur, kartöfluvöfflur frá Álandseyjum, lakkrís frá Finnlandi, smörrebrod frá Danmörku, hreindýrabollur frá Lapplandi, harðfiskur frá Grænlandi, norskt sætabrauð, smákökur og brauð og að ógleymdum grindahval frá Færeyjum. Krakkarnir gerðu einnig bæklinga, hlaðvörp, spil og margt fleira.

Þetta verkefni er frábært dæmi um hvernig nám getur orðið lifandi, spennandi og skemmtilegt þegar nemendur fá tækifæri til að kafa djúpt í efni og tjá sig á fjölbreyttan hátt. Vel gert,             6. bekkur.