Síma- og snjalltækjalaus fimmtudagur!
Nemendaráð hvetur nemendur til þess að skilja símana sína eftir heima á morgun, fimmtudaginn 3. desember. Í frímínútum verður t.d boðið upp á spil, tafl, og jólamyndir til að lita. Ef nemendur þurfa að hringja í foreldra sína þá geta þeir alltaf fengið að hringja hjá ritara.
Fimmtudagarnir 10. og 17. desember verða einnig símalausir :)