Íslenska sem annað mál

Hér má finna efni bæði tengt námi og kennslu einstaklinga með íslensku sem annað mál og jafnframt ýmsar upplýsingar fyrir foreldra.

Móðurmálið er málið

Í Grunnskóla Hornafjarðar er nemendahópurinn fjölþjóðlegur með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn. Í börnunum búa mestu verðmætin því þau hafa tækifæri á að verða jafnvíg bæði á íslensku og móðurmál foreldra sinna. Sveitarfélagið Hornafjörður býr því yfir verðmætum í ört minnkandi heimi með brýna þörf fyrir einstaklinga sem hafa vald á mörgum tungumálum.

123223372_670970857189221_5380874983767904192_n

Tvítyngi – auður fyrir einstakling og samfélag

Það er ávinningur fyrir sérhvern einstakling að hafa vald á mörgum tungumálum og fjöltyngdir einstaklingar eru afar verðmætir fyrir samfélagið. Þegar fjölskyldur flytjast milli landa er auðveldara fyrir þær að halda tengslum við heimaland sitt ef þær viðhalda móðurmálinu. Börn í slíkum fjölskyldum geta betur skilið og tileinkað sér menningararf foreldranna ef þau kunna móðurmál  þeirra.

Sterkt móðurmál er ekki einungis mikilvægt fyrir samskiptin í fjölskyldunni. Það auðveldar líka börnum að tileinka sér íslensku sem annað tungumál. Góður málskilningur stuðlar að sterkri sjálfsmynd og að barnið skynji sig sem mikilvægan hluta af heild.

Túlkaþjónusta

Í Grunnskóla Hornafjarðar er kallað á túlka eftir þörfum enda réttur foreldra að njóta slíkrar þjónustu óski þeir þess.