Litlu jólin

20. des. 2017

Í gær voru litlu jól grunnskólans haldin í Sindrabæ, nemendur 2. 4. og 6. bekkjar sáu um dagskrána auk þess sem Elín Ósk og Karen Hulda spiluðu á píanó. Dagskrá litlu jólanna er nokkuð hefðbundin, 6. bekkur flytur jólaguðspjallið, 4. bekkur sýndi leikritið Þorláksmessukvöld og nemendur í 2. bekk voru með tónlistaratriði, þeir fluttu lagið Góða mamma en þar spiluðu nokkrir undir söngin á blokkflautu, einnig sungu þau lagið Dansaðu vindur og spiluðu undir á jólabjöllur. Eftir sýningu var slegið upp jólaballi þar sem gengið var rkringum jólatréð. Nemendur úr tónskólanum auk Jóhanns Morávek spiluðu undir og stelpur úr 6. bekk sáu um forsöng. Jólasveinar komu í heimsókn spjölluðu við krakkana og dönsuðu svo með á ballinu. Litlu jólin eru allaf hátíðleg stund og svo hittust allir í morgun og áttu góða stund saman, hlustuðu á jólasögu, lásu á jólakortin og gæddu sér á smákökum.Litlu jólin voru tekin upp og hægt er að skoða myndbandið á youtube.com  

https://www.youtube.com/watch?v=mJfSlPGOr30