• Röndóttir spóar

Skólaþing

2. feb. 2018

Á mánudaginn næsta, 5. febrúar verður Skólaþing í Grunnskóla Hornafjarðar. Í skólaþingi felst að nemendur í 5. – 10. bekk setjast niður og fjalla um skólann og málefni hans. Nemendur munu koma með tillögur að því hvernig væri hægt að bæta skólastarfið og hverjir ættu að gera það. Skólaþingið verður í Heppuskóla og hefst kl. 8:10.  Því þurfa allir nemendur í 5. – 10. bekk að mæta í Heppuskóla kl. 8:10 á mánudagsmorgun og verða á þingi framundir 11:30.

Markmiðið með skólaþinginu er;

·         Að efla lýðræði í skólanum og vitund nemenda um að þeir geti haft áhrif.

·         Að frá fram sjónarhorn nemenda í hinum ýmsu málaflokkum.

·         Að þjálfa nemendur í taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem skiptir þá máli í daglegu skólastarfi.

·         Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum.

Að skólaþingi loknu verður unnið úr niðurstöðum og þær birtar nemendum. Þá munu allir nemendur frá 1.- 10. bekkjar fá að greiða atkvæði um hvaða tillögur þeim finnist mikilvægastar. Markmiðið er svo að koma til móts við hugmyndir nemenda og mun það verða verkefni allra sem að skólastarfinu koma, starfsmanna, foreldra, bæjaryfirvalda og síðast en ekki síst nemenda sjálfra.

Þetta er í fyrsta skipti sem skólaþing er haldið í Grunnskóla Hornafjarðar og það verður spennandi að sjá afrakstur þess.