Skyndihjálparnámskeið

6. apr. 2018

Nemendur í 10. bekk grunnskólans voru á skyndihjálparnámskeiði í vikunni. Rauði krossinn býður nemendum í 10. bekk á námskeiðið og voru kennarar þau Elín Freyja Hauksdóttir læknir og  Baldvin Guðlaugsson. Námskeið sem þetta felst mikið í verklegum æfingum og var oft hamagangur í öskjunni þegar hlúa þurfti að hinum slösuðu. Námskeið sem þetta er haldið árlega fyrir 10. bekk.