Skólahreysti

7. apr. 2017

Fimmtudaginn 6.apríl hélt stór hópur nemenda úr Grunnskóla Hornafjarðar til Egilsstaða vegna keppni í Skólahreysti. Keppendur fyrir hönd skólans voru þau Auðunn Ingason úr 10.bekk, Sigjón Atli Ragnheiðarson og Hildur Margrét Björnsdóttir úr 9.bekk og Salvör Dalla Hjaltadóttir úr 8.bekk. Til vara voru Sigursteinn Már Hafsteinsson og Arnrún Mist Óskarsdóttir úr 9.bekk. Að baki þeirra var stór hópur stuðningsmanna sem studdu vel við bakið á þeim. Leikar fóru þannig að Grunnskóli Hornafjarðar lenti í öðru sæti.