Skólinn í úrvinnslusóttkví
Því miður hefur komið upp smit hjá kennara við skólann. Í ljósi þess verður skólinn lokaður á morgun fimmtudaginn 24. september og allir nemendur og starfsmenn settir í svokallaða úrvinnslusóttkví á meðan unnið er að smitrakningu. Þetta er gert til að gæta ítrasta öryggis og varúðar. Frekari upplýsingar verða sendar foreldrum og forsjáraðilum á morgun.
Á heimasíðu Embættis landlæknis má finna gagnlegar upplýsingar um hvað sóttkví i heimahúsi þýðir og hvernig ber að framfylgja henni.
Þetta er ekki skemmtilegar fréttir en mikilvægt að allir taki vel á málunum, passi sínar persónulegu smitvarnir og haldi sóttkví þeir sem eiga að vera í henni.
Við erum öll almannavarnir
https://www.landlaeknir.is
https://www.covid.is