Skíðaferð

16. mar. 2024

6. og 8. bekkur eyddu tveimur dögum í skíðabrekkunum á Akureyri í vikunni. Þetta var afar skemmtileg ferð og ekki skemmdi veðrið sem lék við okkur. Krakkarnir í 8. bekk fóru auk þess í heimsókn í verkmenntaskólann þar sem þeir fengu kynningu á námsframboði skólans. Hér má sá frétt um heimsóknina.  https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/godir-gestir-fra-hornafirdi

Krakkarnir voru fljótir að ná tökum á skíðaíþróttinni og  nýttu tímann í fjallinu vel.