Styrkur til Böðvars Guðmundssonar

25. maí 2018

Á Hafnarhittingi 15. maí stóðu nemendur og starfsmenn Grunnskóla Hornafjarðar fyrir fatamarkaði og var ákveðið að ágóðinn af honum og innkoma fyrir matarsölu skyldi renna til Böðvars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Böðvar sem er á sjötta aldursári og mun hefja nám við skólann í haust hefur átt við erfið veikindi að stríða og vonandi kemur þessi styrkur sér vel fyrir fjölskylduna. 

Alls söfnuðust 133.608 krónur.  Það var umhverfisnefnd nemenda sem stóð fyrir fatamarkaðnum en nemendaráð hefur staðið að skipulagi Hafnarhittings. Þessir nemendur ásamt skólastjóra færðu Aroni Frey Borgarssyni, frænda Böðvars kort með formlegri tilkynningu um styrkinn. 

Nemendur og starfsmenn skólans senda sínar allra bestu kveðjur til Böðvars með óskum um góðan bata og við hlökkum til að fá hann í skólann til okkar í haust.