Fréttir úr Vöruhúsi

18. nóv. 2021

Í þessari viku hefur verið mikið fjör í Vöruhúsinu. Við fengum góða gesti en það eru Hringfarar – fjórir listamenn sem eiga verk í Svavarsafni núna. Allir nemendur skólans tóku þátt í listasmiðjum sem eru samvinnuverkefni Svavarssafns og Grunnskólans. Hringfararnir sáu um að kenna smiðjurnar og þetta var afar skemmtilegt og lærdómsríkt ferli þar sem nemendur lærðu margt og mikið um liti og litagjafa.

Við þökkum þeim sem aðstoðuðu við að láta listasmiðjurnar ganga svona vel eins og þær gerðu.