Við skólalok

25. jún. 2020

Þann 4. júní var skóla slitið eftir all óvenjulegan vetur og voru skólaslitin einnig með óvenjulegum hætti. Foreldrum var einungis boðið að taka þátt í skólaslitum með útskriftarnemum í 10. bekk en í öðrum árgöngum voru skólaslitin í heimastofu nemenda með umsjónarkennara. Foreldrum var þó boðið að koma á Ólympíuleika allskonar íþrótta 3. júní en þeir voru uppskeruhátíð þemadaga þar sem nemendur kynntu sér hinar ýmsu íþróttir og leiki allsstaðar úr heiminum. Á Ólympíuleikunum sýndu nemendur íþróttirnar og leikina og fengu að prófa hver hjá öðrum en vegna samkomubanns var því miður ekki hægt að leyfa foreldrum að prófa.

22 nemendur útskrifuðust úr 10. bekk og að loknum skólaslitum var kvöldverður með foreldrum þar sem nemendur sýndu afrakstur lokaverkefna sinna sem var að vanda sérlega glæsilegur.

Fjórir starfmenn létu af störfum við skólann í vor, þær Aðalbjörg Jónína Baldvinsdóttir, Guðný Klara Böðvarsdóttir, Katrín Lilja Haraldsdóttir og Hera Guðmundsdóttir.

Fullráðið hefur verið við skólann fyrir næsta vetur og má sjá starfsmannalista og lista yfir umsjónarkennar hér á heimasíðunni.