Umhverfisfréttamaður úr 9.bekk kominn í úrslit!

2. maí 2024


Kristján Reynir Ívarsson, nemandi í 9. bekk komst í úrslit í keppninni Umhverfisfréttafólk með verkefnið sitt ,,Bráðnun jökla”. Uppskeruhátíðin fer fram á morgun í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt í keppninni sem er alþjóðleg samkeppni ungs umvherfisfréttafólks. Það er Landvernd sem stendur fyrir þessu verkefni og þar sem við erum Grænfánaskóli þá var ákveðið að taka þátt í þessu verkefni í samfélags-og náttúrufræði. Verkefnið gengur út á að fjalla um umhverfismál, tengja það við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og velja sér svo miðil til að kynna það og gefa þeim tækifæri á að vera með skapandi umfjöllun um umhverfismál. Það var mismunandi hvaða miðla nemendur völdu, sem dæmi má nefna, heimasíður, instagramsíður, hlaðvarp og myndbönd.

Til hamingju með árangurinn Kristján Reynir!