Mennta- og barnamálaráðherra heimsækir Grunnskóla Hornafjarðar
21. nóv. 2025
Miðvikudaginn 19.nóvember kom Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn í Grunnskóla Hornafjarðar.Hann hitti nemendur í LEGO smiðjunni sem nýverið sigruðu First Lego League keppnina í Háskólabíó í byrjun nóvember. Grunnskólinn sendi 2 lið í keppnina og urðu þau í 1. og 2.sæti í keppninni.Guðmundur Ingi skoðaði einnig húsnæði skólans og fékk upplýsingar um helstu stefnur skólans ásamt því að fræðamst um árshátíðina og lokaverkefni 10.bekkjar. Við þökkum mennta- og barnamálaráðherra kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hann hafi átt góðan dag hér í firðinum fagra.