• Slide2_1543512907716
  • Slide1_1543512907714

Jólahittingur 5. desember

29. nóv. 2018

Hafnarhittingur í desember verður með aðeins öðru sniði en venjulega. Nú köllum við hann Jólahitting og hann verður frá 17:00-19:00 miðvikudaginn 5. desember. Á Jólahittingnum verður lögð áhersla á notalegheit, kakó, smákökur og föndur og er það foreldrafélagið sem ber hitann og þungan af hittingnum með skólanum.  Að þessu sinni ætlum við að sleppa matnum en bjóða í staðinn upp á heitt kakó og smákökur sem nemendur hafa bakað. Síðan geta allir föndrað smávegis með börnunum sínum, spjallað við hina foreldrana, afana og ömmuna, nágrannann eða einhvern annan.  Við hlökkum til að sjá ykkur öll.