Frí námsgögn
Frá og með haustinu 2017 fá nemendur skólans öll námsgögn í skólanum og þurfa ekki að kaupa sjálfir blýanta, stílabækur eða önnur þau námsgögn sem þeir nota dags daglega.
Áfram munu foreldrar þó þurfa að leggja til skólatöskur, pennaveski, flóknari reiknitölvur (fyrir elstu nemendurna) íþróttafatnað og skó í íþróttatíma.
Vonandi á þetta nýja fyrirkomulag eftir að mælast vel fyrir.