Árshátíðar undirbúningur

22. mar. 2017

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð skólans á fullu. Einn liður í undirbúningnum er að útbúa leikmyndina fyrir sýninguna. Að þessu sinni verður Kardimommubærinn sýndur og eins og sjá má á myndunum þá fengum við reynslubolta okkur til halds og trausts en Birna Aðalsteinsdóttir hefur verið í smiðjuteyminu.
Hér eru nokkrar myndir af nemendur 3. og 4. bekkjar sem voru í morgun að mála fugla fyrir sýninguna. Allir nemendur skólans taka þátt í undirbúningnum með einum eða öðrum hætti.