Myndir frá Barnaþingi Grunnskóla Hornafjarðar, FAS og Sveitarfélagsins.
Barnaþing Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Grunnskóla Hornafjarðar og FAS í tengslum við Barnvænt samfélag sem haldið var 3. Og 4. Nóvember fór vel fram.
Á Barnaþingi er leitast við að hlusta á raddir barnanna og þeim gefinn sérstök leið til að hafa áhrif á eigið samfélag.
Þar komu fram margar góðar hugmyndir og hugleiðingar um bæði hvað mætti bæta og hvað væri gott, auk þess sem nemendur veltu einnig fyrir sér hvernig umgengni og framkoma væri æskilegust í góðu samfélagi.
Málefnum var skipt í fjóra aðalflokka: Skólamál, Félagslíf og Menning, Forvarnir og Umhverfi og skipulag.
Þótt úthald nemenda til að spjalla og skiptast á skoðunum um stór málefni væri eðlilega mismikið,var yfirleitt glatt á hjalla og þátttaka í að hafa áhrif á eigið samfélag mikilvæg.
Brynja Dögg á skipulagssviði sveitarfélagsins mun einnig fylgja skipulagsmálum eftir með samtali við nemendur grunnskólans um skipulag miðsvæðisins og aðgengis í skólann.
Þessi samvinna við börn og valdefling þeirra í eigin lífi er til fyrirmyndar.