Öskudagur í Hafnarskóla

23. feb. 2023

Það er alltaf fjör á öskudaginn í Hafnarskóla, krakkarnir og starfsfólk mæta í búningum, það er spilað, leikið sér og svo fara allir í íþróttahúsið þar sem kötturinn(boltar) er slegin úr tunnunni, dansað og sýndir hæfileikar. Valdir eru bestu búningarnir og að þessu sinni unnu Ragnar Sveinn og Garðar Logi til verðlauna fyrir búningana sína.