Heimsókn á leikskólann – Sjónarhóll

28. nóv. 2019

Við í bekknum fórum á leikskólann í heimsókn. Okkur var skipt í þrjá hópa og var hverjum hóp síðan skipt í þriggja manna hópa sem las saman fyrir krakkana. Við fórum í heimsókn á þrjár deildir og var hver hópur með mismunandi hópa af krökkum til að lesa fyrir. Við lásum barnabækur fyrir krakkana og vorum við búin að velja bækur með myndum sem við sýndum þeim um leið og við lásum. Á hverju ári fer 7. bekkur í heimsókn á leikskólann í kringum dag íslensrar tungu sem er 16. nóvember. Sá dagur er upphafsdagur Stóru upplestrarkeppninnar sem er fyrir 7. bekk um allt land.

Birkir Guðni og Kacper í 7. R