List fyrir alla, Árstíðirnar

7. nóv. 2024

Í gær komu í heimsókn til okkar listakornurnar Valgerður Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir og fluttu fyrir okkur hluta úr dansverki sínu Árstíðirnar, en hlutinn sem þær sýndur var veturinn.   "Veturinn er dansverk þar sem líkami, leikmynd og tónlist túlka vetur í gegnum hreyfingu. Þar er ímyndunarafli áhorfandans boðið upp í dans og í ferðalag á áður óþekktar slóðir. Þar birtast okkur mögulega draumkenndar snjóverur, ísilögð snjóbreiða, skríðandi ísskúlptúr og dansandi manneskjur."

Eftir sýninguna bauðst nemendum eldri bekkjanna tækifæri til að kynnast því hvernig svona svona verk er skapað þe. í gegnum hreyfingu, ryþma og tónlist.