Fjölmenni á Hafnarhittingi
Það var fjölmenni á Hafnarhittingi 16. janúar þar sem var fjölbreytt dagskrá fyrir alla. Um 220 manns skrifuðu í gestabók og rúmlega 120 borðuðu kvöldmat. Grunnskóli Hornafjarðar heldur utan um hittinginn en að honum koma fjölmargir aðilar, allir í sjálfboðavinnu. Þessir aðilar fá sérstakar þakkir sem og nemendur og starfsmenn skólans sem komu að vinnunni. Án þeirra er Hafnarhittingur óframkvæmanlegur.
Myndbandið segir meira en mörg orð um stemninguna á Hafnarhittingi.
Stefnt er á næsta hitting í lok febrúar eða byrjun mars - við hlökkum til að sjá ykkur.
https://www.youtube.com/watch?v=i7iS0oCKmcA