Ratleikur í 1.S

8. nóv. 2018

Í dag fóru nemendur í 1. S í ratleik ásamt foreldrum sínum. Veðrið var ekki alveg upp á það besta en börnin létu það ekki stoppa sig. Leikurinn gefur foreldrum tækifæri til að sjá sem mest af skólanum og vinnuaðstöðu barnanna. Uppeldisstefna skólans, Uppeldi til ábyrgðar, var í aðalhlutverki í ratleiknum. Foreldrar og börn fóru á milli stöðva og fengu á þeim táknin sem við notum fyrir þarfirnar okkar og bjuggu að því loknu til þarfahring. Að því loknu fengu allir sér ávaxtabita og foreldrarnir fengu kaffi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og eru börnin hæstánægð með leikinn.