Þórdís Þórsdóttir nýr skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar
Þórdís Þórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar. Hún hefur nú þegar tekið við störfum og mun starfa við hlið Kristínar Gestsdóttur fráfarandi skólastjóra næstu vikurnar.
Þórdís er flestum Hornfirðingum vel kunnug. Hún flutti til Hafnar haustið 2009 og hóf þá strax störf hjá Grunnskóla Hornafjarðar og er því flestum hnútum kunnug þar. Hún hefur verið umsjónarkennari, heimilisfræðikennari, sérkennari, aðstoðarskólastjóri og nú síðast deildarstjóri ásamt því að leiða ýmis verkefni sem þar hafa verið unnin. Hún er grunnskólakennari að mennt með framhaldsnám í sérkennslufræðum. Þórdís er alin upp í Seljahverfinu og Grafarvoginum en hefur einnig búið í Hafnarfirði, Costa Rica og Ástralíu. Hún er gift Guðjóni Björnssyni húsasmið. Þau eiga þau tvö börn og búa á Höfn.
Um leið og Þórdís er boðin hjartanlega velkomin til starfa þó óskum við henni velfarnaðar og gæfu í starfi.
Tölupóstfang þórdísar er thordisth@hornafjordur.is