Heimsókn frá Chile

18. okt. 2017

Í dag var hópur sjónvarpsfólks frá Chile hér á Höfn en hópurinn er að gera heimildarmynd um Ísland. Sjónvarpsfólkið kíkti í heimsókn í skólann og var afar hrifið af öllu sem það sá, jafnt aðstöðunni og húsakosti en ekki síður nemendum sem þeim fannst svo ánægðir, áhugasamir og hamingjusamir. Það er því aldrei að vita nema þið eigið eftir að sjá hornfirskt andlit í sjónvarpsþætti í Chile ef þið verðið á ferðinni þar einhvern tíman á næsta ári.