Umhverfisdagur í skólanum
Skóli í umhverfisvænum heilsubæ
Umhverfisdagurinn var tekinn óvenju seint þetta árið og var það fyrst og fremst vegna margra kaldra daga í maí. En 27 maí, rétt fyrir skólalok drifu nemendur og starfsmenn sig út, hreinsuðu bæinn og komu með tillögur að því sem betur mætti fara í bænum okkar undir merkjunum skóli í umhverfisvænum heilsubæ. Í fréttabréfi skólans er hægt að sjá hugmyndir nemenda. Grunnskóli Hornafjarðar | Smore Newsletters for Education
Það er skemst frá því að segja að ótal hugmyndir komu fram um hvað betur mætti fara í bænum okkar og voru nemendur líka ótrúlega duglegir að sjá hvað þeir gætu gert til að bærinn okkar liti betur út og væri bæði umhverfisvænni og heilsusamlegri. Að sjálfsögðu lauk svo deginum á pulsugrilli upp við Hafnarskóla.