4. bekkur í ruslatínslu
Krakkarnir í 4.S nýttu góða veðrið í dag til þess að fara út og tína rusl. Krakkarnir hafa verið í útikennslu í náttúrufræðitími og í síðustu viku þegar við fórum út tókum við eftir því að það er mikið rusl í kring um skólann og ákváðum við því að taka með okkur poka næst þegar við færum út og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi myndum. Við viljum hvetja aðra bekki í grunnskólanum og alla sem vettlingi geta valdið að fara út og tína rusl svo við höldum umhverfinu okkar snyrtilegu.