Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

23. feb. 2017

Í dag fór fram skólakeppni Stóru upplestarkeppninnar. Nemendur 7.bekkjar tóku þátt í henni en átta nemendur grunnskólans taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hafnarkirkju þann 6. mars. Eftirfarandi keppendur munu keppa þar: Aðalheiður Sól Gautadóttir, Birkir Snær Ingólfsson, Ethel María Hjartardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir, Selma Ýr Ívarsdóttir, Tinna María Sævarsdóttir, Tómas Nói Hauksson og Viktoria Teresa Jarosz. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis á lokahátíðinni.