Umhverfisdagur í skólanum.

24. apr. 2019

Í dag var hinn árlegi umhverfisdagur skólans. Nemendur og starfsfólk skipta með sér svæðum hér á Höfn og hreinsa allt rusl. Þetta er gott og hollt nám fyrir okkur öll því það minnir okkur á við berum ábyrgð á ruslinu okkar og ber að koma því á réttan stað. Krakkarnir  skoða gjarna það sem þeir rekast á og undra sig á því hvers vegna þetta og hitt ruslið liggi svona á víða vangi.