Módelklúbbur í Þrykkjunni
Það er ekki á hverjum degi sem nýr klúbbur er stofnaður í skólanum en það er einmitt það sem gerðist í síðustu viku. Hrafnkell tónmenntakennari og Þorsteinn, aðstoðamaður á bókasafni, byrjuðu í síðustu viku með módelklúbb í Þrykkjunni. Um er að ræða tíma í Vöruhúsinu á fimmtudögum kl 14:30-16. Þetta er gott tækifæri fyrir alla krakka sem hafa aðgang að Þrykkjunni, til að setja saman módel, mála og eiga notalega stund saman. Hrafnkell og Þorsteinn verða á staðnum til þess að ræða um allt sem varðar módelsmiðju, aðstoða nemendur með að setja saman módel og leiðbeina með málningu á módelunum. Allir áhugasamir eru velkomnir í klúbbinn og gott að hafa góða skapið með.