Fullveldisfagnaður á mið- og yngrastigi
í dag héldu nemendur á mið- og yngrastigi upp á fullveldisdaginn sem er á morgun. Allir nemendur og starfsfólk hittust í tónmenntastofunni, þar fluttu nemendur 6. bekkjar stutt erindi um árið 1918 og fullveldið auk þess sem Jói og Patrekur sögðu okkur nokkra brandara sem þeir fundu í tímaritinu Gaman frá árinu 1917. Nokkrir kennarar höfðu kennt nemendum sínum víkivaka í vikunni og svo kenndi Erna öllum hópnum dansinn á hátíðinni með aðstoð nokkurra samkennara. Að því loknu dönsuðu allir vikivaka og sungu Öxar við ána. Á eftir var slegið upp balli. Nemendur og starfsfólk mættu í betri fötunum í tilefni dagsins.