Þemadagar og umhverfisdagur í skólanum
Í vikunni hafa verið þemadagar hjá okkur í skólanum eins og verið hefur undanfarin vor. Að þessu sinni var þemað heilbrigði og hreyfing. Margt var sér til gamans gert, farið í leiki, frisbeegolf, sund, smakkað á allskonar hristingum gerðum úr ávöxtum og fleiru, útilist, dansað zumba og fleira skemmtilegt. Að þemadögum loknum grilluðum við pylsur og svo drifu allir sig út að tína rusl. Það gekk vel en nemendur skólans vilja koma því á framfæri við reykingafólk að vinsamlegast setja stubbana í ruslið.