Hafnarhittingur 16. janúar
Þá er komið að næsta Hafnarhitting sem verður þriðjudaginn 16. janúar frá 17:00 - 20:00 í Heppuskóla og íþróttahúsinu. Dagskráin er ótrúlega fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þið lumið á einhverju spennandi til að bæta við þá endilega hafið samband - við tökum vel í allt. Dagskrána má sjá á myndunum hér til hliða og hér Dagskrá fyrir Hafnarhitting í janúar.