Hvað kosta jólin?

20. des. 2024

Krakkarnir í 6. bekk haf nýtt aðventuna í að vinna verkefnið "Hvað kosta jólin". Krökkunum er skipt í hópa og hver hópur þarf að setja saman fjölskyldu, finna atvinnu handa fullorðna fólkinu og  áætla laun þeirra. Svo er hafist handa við að reikna út hvað jólin kosta fyrir þeirra fjölskyldu. Hvað þarf að kaupa í matinn, jólagjafir, fatnaður, flugeldar og fleira sem þarf yfir hátíðirnar. Í verkefninu er einnig fjallað um jólasveinana, fundnar til uppskriftir og svo eru viðtöl við fólk um jól fyrri ára, jólasiði og jól í öðrum löndum.

Í verkefninu má meðal annars finna viðtal við Laufeyju á Smyrlabjörgum, umfjöllun um sænsk jól og svo er viðtal við Nínu sérkennara sem kemur frá Króatíu.  Krakkarnir buðu foreldrum sínum á sýningu þar sem þau kynntu verkefnið sitt.