Fögnum fjölbreytileikanum
'i dag hittust nemendur og starfsfólk grunnskólans og mynduðu keðju í kringum Heppuskóla.Tilefnið er að í dag 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.Í dag er einnig alþjóðadagur Downs-heilkennisins en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03. Af því tilefni eru margir í sitt af hvoru tagi af sokkum. Það eru fleir sem eiga þennan dag því í dag er einnig alþóðlegur dagur skóga.