Vorboðar

15. apr. 2020

Það eru nokkur atriði í tilverunni sem við köllum vorboða og sennilega er sá þekktasti lóan sem nú sést í hópum hér í kringum okkur. En það eru fleiri vorboðar og einn af þeim eru hjólin en eins og sjá má á myndinni þá er búið að taka þau fram og krakkarnir mætt í skólann hjólandi. 

Þá er ekki úr vegi að minna á umferðareglurnar. Ætlast er til að krakkar hjóli á gangstéttum en ekki á götunni. Líta vel til beggja hliða þegar farið er yfir götu ( í umferðareglum er sagt að teyma eigi hjól yfir götu), muna að gangandi vegfarendur eiga ávallt réttinn og svo má ekki gleyma hjálminum.