Blint stefnumót við bók !
Á skólabókasafninu er boðið upp á blint stefnumót við bók. Það fer þannig fram að búið er að pakka inn bókum og skrifa utan á vísbendingar um hvað bókin fjallar. Krakkarnir velja sér bókarpakka sem þau opna, lesa bókina og gefa henni einkunn. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og margir eru spenntir að klára bókina sína til að geta opnað annann pakka.Það er Elín Magnúsdóttir sem sér um bókasafnið sem sér um að velja bækur á stefnumót og pakka þeim inn. Í leiðinni minnum við á lestrarátak Ævars vísindamanns en margir krakkar eru mjög duglegir að taka þátt í því.