Laus kennslustörf veturinn 2021-2022

IMG_5676

· Umsjónarkennsla á yngra stigi

· Heimilisfræðikennsla

· Náttúrufræðikennsla á unglingstigi 50%

· Tónmenntakennsla 50% starf

Auk þess er auglýst eftir námsráðgjafa í hluta- eða fullt starf og þroskaþjálfa sem getur verið með atferlismótun og notað tákn með tali eða táknmál.

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku bæði munnlega og skriflega. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði, sé lausnamiðaður og hafi skipulagshæfileika.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi LS og KÍ eða annarra félaga.

Umsóknum um starf skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 22. apríl n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. 

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 4708440 / 8995609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is

Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Lögð er áhersla á teymisvinnu og innleiðingu fjölbreyttra kennsluhátta m.a. með því að auka ipadvæðingu. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er vel statt og þar er blómlegt mannlíf.

Umsóknareyðublað.