Laus störf

Auglýst er eftir matráði við Grunnskóla Hornafjarðar

Auglýst er eftir umsóknum í starf matráðs við Grunnskóla Hornafjarðar sem getur hafið störf 6. Janúar 2020.

Starf matráðs er 85-100% starf og felst í að taka á móti mat í móttökueldhúsi skólans og afgreiða hann til nemenda, uppvaski og þrifum á matsal og nágrenni hans ásamt minni háttar matseld og innkaupum. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipt við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. Vinnutími er að jafnaði frá 8:00-16:00.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. http://gs.hornafjordur.is/skolinn/starfsmenn/laus-storf/

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskrar sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag.

IMG_5676

Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri í síma 470 8400 – 8995609 - thorgunnur@hornafjordur.is

Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um það bil 240 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Auk þess er starfrækt lengd viðvera fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Kátakoti sem eru lausar kennslustofur bak við Hafnarskóla.

Í skólanum er áhersla á list- og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er vel statt og þar er blómlegt mannlíf.

Umsóknareyðublað.