Þorrinn genginn í garð
Krakkarnir í Grunnskóla Hornafjarðar buðu þorrann velkominn með því að hlaupa í annarri buxnaskálminni í kringum skólahúsin. Það viðraði vel á hlauparana þó það væri örlítið kalt. Krakkarnir létu það þó ekki á sig fá. Eftir hlaupið fór hver og einn að sinna sínu verkefni fram að mat en þá gæddum við okkur á grjónagraut og slátri.