Dagur stærðfræðinnar

1. feb. 2019

Í dag var dagur stæðrfræðinnar en hann er haldinn 1. febrúar ár hvert. Þema dagsins að þessu sinni var rúmfræði og af því tilefni unnu krakkarnir í 5. og 6. bekk verkefni þar sem þeir bjuggu til munstur eða logo úr upphafsstöfunum sínum sem þeir síðan fluttu yfir í punktablað og gerðu munstur með því að spegla, hliðra eða snúa.  Út úr verkefninu komu mörg flott listaverk sem verða hengd upp á veggi skólans.