Aðventan á eldra stigi

15. des. 2016

Á aðventunni bregðum við aðeins útaf hinu hefðbundna skólastarfi með söng, jólkortagerð og ýmsu öðru sem tengist jólunum. Á eldra stigi er smákökukeppni árlegur viðburður en að þessu sinni voru liðin aðeins tvö og sigruðu þau hvort í sínum flokki. Annars vegar var Kjartan í 8. bekk og hins vegar Angela og Dagmar, einnig í 8. bekk. Ný keppni leyt dagsins ljós þetta árið en það var hurðaskreytingakeppni. En þar tók hver bekkur hurðina á sinni stofu og skreytti. Alls voru hurðirnar fimm og hlutu allar hurðirnar verðlaun þar sem keppt var í fimm mismunandi flokkum.