Orri óstöðvandi og Magga Messi
Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi grunnskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi. Ríflega átta þúsund börn hafa séð sýninguna Þjóðleikhúsinu og núna eru aðstandendur sýningarinnar á faraldsfæti með sýninguna um allt land. Tónlistin í verkinuer eftir JóPé og Króla, Leikarar eru Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima. Það er ómetanlegt að fá sýningar eins og þessar til okkar þannig gefst öllum tækifæri á að kíkja aðeins inn í heim leikhússins. Takk fyrir komuna.