Bítlaskólinn í íþróttahúsinu 16. október

15. okt. 2019

Mikið stendur til í skólanum þann 16. október þegar árshátíð skólans verður haldin í Íþróttahúsinu á Höfn. Stór hópur nemenda hefur staðið í ströngu í margar vikur undir dyggri leiðsögn Hafdísar Hauksdóttur leik-og tónmenntakennara og Jóhanns Morávek tónskólastjóra. Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara. Skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 17:00 og stendur í um það bil klukkustund. Veitingar verða á boðstólum sem nemendur hafa gert klárar og er aðgangseyrir 500 krónur.