Heimsókn í frystihúsið Skinney/Þinganes og Jónu Eðvalds

4. maí 2018

6. bekkur fór í frystihúsið og í Jónu Eðvalds, föstudaginn 13. apríl. Bekkirnir, 6. R og 6. V skiptust á að fara í frystihúsið og um borð í Jónu, 6. R byrjaði á því að fara í frystihúsið og 6. V í Jónu.

 Í frystihúsinu var farið í sloppa og hárnet og við þvoðum okkur vel. Svo var labbað út um allt og skoðað. Við skoðuðum fiskana og hvernig unnið er með þá. Við fórum inn í frystirinn og þar var mjög kalt. Að lokum skoðuðum við humarinn.

Í Jónu fékk bekkurinn prins póló og svala, og á meðan sagði Jói skipstjóri okkur frá skipinu. Síðan var labbað um skipið og Jói sýndi okkur allt.

6. bekkur þakkar fyrir móttökurnar bæði í frystihúsið og í Jónu.

Arna Lind og Emma Ýr í 6. bekk.