Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Vor í lofti - 30. mar. 2020

Nemendur og kennarar í grunnskólanum hafa þurft að aðlaga sig hratt að breyttu umhverfi en þá gildir að vera hugmyndaríkur. Krakkarnir í 5. bekk voru í íþróttatíma hjá Sigurborgu og voru að hamast við að gera armbeygjur þegar náðist að smella af þeim mynd og neðan við hólinn voru stelpurnar í 6. bekk í stærðfræðitíma. Þær voru að teikna og reikna út stærðarhlutföll steypireyðar. Þórgunnur og Dadda nýttu sér góða veðrið og þvoðu gluggana á skólanum. 

Eftir tvær vikur í samkomubanni - 27. mar. 2020

Skólastarf hefur gengið ágætlega í Grunnskóla Hornafjarðar síðustu vikurnar þrátt fyrir miklar breytingar á skólastarfi vegna Covid-19. Vonandi getum við haldið áfram á sömu braut næstu viku sem er síðsta vikan fyrir páska.

Frekari breytingar frá og með 24. mars - 23. mar. 2020

Í framhaldi af hertari skilyrðum á samkomubanni sem heilbrigðisráðherra setti í 22. mars þá verða gerðar eftirtaldar breytingar í Grunnskóla Hornafjarðar frá og með 24. mars.

Frekari breytinga á skólastarfi vegna Covid-19 - 18. mar. 2020

Síðustu tveir dagar hafa gengið vel varðandi skiptingu nemenda en nú ætlum við að ganga enn lengra og skipta starfsmönnum mun meira niður. Algerlega verður lokað á milli húsa, þ.e. enginn starfsmaður verður í báðum húsum. Nokkrir starfsmenn í hvoru húsi munu verða á vegi allra nemenda í því húsi en þeir munu reyna eftir fremsta megni að halda tveggja metra bilið og vera duglegir að þvo sér og spritta. Búnar hafa verið til nýjar bráðabirgða kaffistofur í húsunum fyrir starfsmenn og fyrirkomulagi í kringum salerni, mat og ýmislegt annað verið breytt. Markmiðið er að minnka smithættu og draga úr fjölda sem þarf að fara í sóttkví komi til smits.