Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Kynningarfundir - 3. okt. 2024

Að undanförnu hafa verið haldnir kynningarfundir í skólanum. Sá háttur hefur verið hafinn á að fyrst hafa nemendur verið með kynningu á verkefnum, sýnt leikrtit eða boðið foreldrum að taka þátt í námsverkefnum síðan hefur verið fjallað um skólastarfið almennt og foreldrum boðið að nýta tímann í umræður um það sem helst brennur á fólki. Fundirnir hafa verið afar vel sóttir sem er ánægjulegt.

Íþróttavika Evrópu á Höfn - 24. sep. 2024

Miðvikudaginn 25.september er fræðsludagur íþróttaviku Evrópu. En þá munu sækja okkur Hornfirðinga heim þau Margrét Lára og Einar Örn með fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar og réttari líkamsbeitingar þegar kemur að líkamlegri heilsu barna og unglinga.

Foreldranámskeið - Uppeldi sem virkar - 10. sep. 2024

Námskeiðið í Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verður haldið á Höfn 4. - 29. október næstkomandi. Námskeiðið stendur yfir í fjóra þriðjudaga, tvo tíma í senn, samtals 8 stundir. 

Skólasetning skólaársins 2024 -2025 - 16. ágú. 2024

Skólasetningarviðtöl skólaársins 2024 - 2025 verða miðvikudaginn 21. ágúst og fimmtudaginn 22. ágúst