Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Nýsköpunarkeppnin 2022

Nýsköpunarverðlaun - 3. jún. 2022

Nemendur í 5. Og 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar tóku þátt í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2022. Það voru margar hugmyndir sem bárust í keppnina en eingöngu 25 hugmyndir komast áfram frá öllum skólunum sem taka þátt. Þeir nemendur sem komust áfram var boðið í tvegga daga vinnustofu með hugmyndina sína þar sem haldið var áfram að vinna með hana og hanna vöruna.

Einn nemandi frá Grunnskóla Hornafjarðar komst áfram með sína hugmynd, en það er hún Bryndís Björk í 5. bekk. Hún hannaði ,,Muna-Men” sem er men sem þú tengir við þá hluti sem þú vilt ekki týna.

Við óskum Bryndísi til hamingju með flottan árangur, það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að komast áfram í svona keppni og vinna með hugmyndina sína.

BS/HKG

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar - 27. maí 2022

Grunnskóla Hornafjarðar verður slitið fimmtudaginn 2.júní, kl. 17:00 í íþróttahúsinu

Allir velkomnir

Hlaupið til styrktar UNICEF - 11. maí 2022

Í dag fór fram okkar árlega UNICEF-hlaup sem krakkarnir í skólanum hlaupa til styrktar hinum ýmsu málefnum sem UNICEF sinnir. Í ár er auk þeirra brýnu verkefna sem blasa við okkur öllum eins og neyð barna í Afganistan, Jemen, Sýrlandi og nú Úkraínu þá er lögð áhersla á aukinn réttindi barna gegn rasisma, aldursfordómum og fötlunarfordómum. Krakkarnir horfuð á myndband sem unnið var af Ungmennaráði UNICEF á Íslandi í tilefni af Alþjóðadegi barna árið 2021 skilaboð þeirra eru: HLUSTAÐU! 

HKG

Sinfóníuhjómsveit Suðurlands - 9. maí 2022

Í dag var nemendum grunnskólans boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Nýheimum. Tónleikarnir voru í söguformi þ.e. Stefán Sturla las söguna Lykillinn við undirspil hljómsveitarinnar. Það má með sanni segja það þetta hafi verið áhrifamikill lestur þar sem undirspilið undirstikaði það sem gerðist í sögunni með miklum tilþrifum. Ekki var verra að sjá kunnulegt andlit í hljómsveitinni en Sigurlaug tónlistakennari og kórstjórnandi spilaði á þverflautu. Tónleikunum lauk með því að hljómsveitin flutti lagið Á Sprengisandi og krakkarnir sungu með. Bestu þakkir fyrir okkur.

HKG