Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Þórdís Þórsdóttir nýr skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar - 15. maí 2024

Þórdís Þórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar. Hún hefur nú þegar tekið við störfum og mun starfa við hlið Kristínar Gestsdóttur fráfarandi skólastjóra næstu vikurnar.

Innritun nýnema í Grunnskóla Hornafjarðar - 6. maí 2024

Innritun barna sem fædd eru árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2024 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar 8.- 24. maí 2024. 

Umhverfisfréttamaður úr 9.bekk kominn í úrslit! - 2. maí 2024

Kristján Reynir Ívarsson, nemandi í 9. bekk komst í úrslit í keppninni Umhverfisfréttafólk með verkefnið sitt ,,Bráðnun jökla”. 

Vorboðar - 25. apr. 2024

Við í grunnskólanum eigum marga velunnara og sumir þeirra eru sannkallaðir vorboðar en þar má nefna konurnar úr Slysavarnardeildinni Framtíðinni en á hverju vori í allmörg ár hafa þær komið og fært nemendum 5. bekkjar hjólahjálma. Eitt af hlutverkum slysavarnadeilda á landinu er forvarnarstarf og þetta verkefni er svo sannarlega þarft forvarnarstarf. Við sendum okkar bestu þakkir til slysavarnardeildarinnar og óskum þeim í leiðinni góðs gengis í því risastóra verkefni sem deildinn ásamst fleirum er að vinna að.