Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Dansvika og uppskeruhátíð - 27. jan. 2023

Þessa vikuna hefur Jón Pétur danskennari verið með danskennslu. Þetta er árlegur viðburður þar sem nemendur skólans gefst kostur á að fara á dansnámskeið í eina viku sem lýkur síðan með einskonar uppskeruhátíð sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið á.En þetta er 22. árið sem Jón Pétur kemur til okkar. Nú sem áður var mikið fjör í íþróttahúsinu og krakkarnir stóðu sig afar vel. Þess má geta að dansinn er val hjá 8. - 10. bekk en meirihlutinn velur að taka þátt sem er mjög ánægjulegt. 

Haf og hagi í smiðju - 27. jan. 2023

Í morgun var skólastjóra boðið í smiðjuna Haf og hagi til að smakka Mango-kjúkling sem nemendur í 9. og 10. bekk höfðu eldað. Markmið smiðjunnar er að gefa nemendum tækifæri á að elda mat og læra í leiðinni á þau hráefni sem notuð eru í það og það sinn.

Stærðfræði í 1. bekk - 27. jan. 2023

Krakkarnir í 1. bekk hafa verið að læra um form en eitt af verkefnunum því tengdu var að fara um skólann og leita að formum í umhverfinu og skrá þau. Krakkarnir gerðu þetta með ýmsu móti og allir voru mjög áhugasamir með verkefnið sitt. 

Þorrinn í grunnskólanum - 23. jan. 2023

Það er venja að bjóða upp á þorramat á bóndadaginn í grunnskólanum. Krakkarnir eru dugleg að smakka, sumir fara útí að mana hvern annann upp í að borða eitthvað sem þeim finnst ekki líta vel út eða lykta vel. En þarna er gott tækifæri til að ræða um þessar gömlu geymsluaðferðir og hvernig allt var nýtt til matar.