Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Bítlaskólinn í íþróttahúsinu 16. október - 15. okt. 2019

Mikið stendur til í skólanum þann 16. október þegar árshátíð skólans verður haldin í Íþróttahúsinu á Höfn. Stór hópur nemenda hefur staðið í ströngu í margar vikur undir dyggri leiðsögn Hafdísar Hauksdóttur leik-og tónmenntakSlide1_1571126842620ennara og Jóhanns Morávek tónskólastjóra. Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara. Skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 17:00 og stendur í um það bil klukkustund. Veitingar verða á boðstólum sem nemendur hafa gert klárar og er aðgangseyrir 500 krónur. 

Evrópska hreyfivikan - 30. sep. 2019

Grunnskólinn tekur þátt í evrópskri hreyfiviku á vegum UMFÍ. Nemendur og starfsfólk á elstastigi tóku þátt og fóru í Zumba sem þær Eva Rán og Þórdís sáu um og síðan leiddi Ingvi hópinn í yoga. Markmið hreyfivikunnar eða Move week er að fá 100 miljón fleiri íbúa Evrópu til að hreyfa sig fyrir árið 2020 heldur en gerðu árið 2012. Yfir milljón manns tóku þátt á síðasta ári og vonir standa til að enn fleiri taki þátt í ár. f(!ea(Yd.g

Dansfjör í evrópskri hreyfiviku - 26. sep. 2019

Grunnskólinn tekur þátt í evrópskri hreyfiviku á vegum UMFÍ. Markmið hreyfivikunnar eða  Move week er að fá 100 miljón fleiri íbúa Evrópu til að hreyfa sig fyrir árið 2020 heldur en gerðu árið 2012. Yfir milljón manns tóku þátt á síðasta ári og vonir standa til að enn fleiri taki þátt í ár. 

Nemendur og starfsfólk á yngra og miðstigi tóku þátt í dag með því að hittast í íþróttahúsinu og dansa.

 

5. bekkur í Suðursveit - 10. sep. 2019

5. bekkur kom heim í dag úr námsferð í Suðursveit. Dagurinn í gær byrjaði á því að við fórum sem leið lá inn að Fellsfjalli þaðan gengum við inn að Mjósundarárfossi þar er Brúsahellir sem við skoðuðum og hlustuðum á sögu um köttinn sem ferðaðist úr Rannveigarhelli yfir í Brúsahelli. Frá Mjósundaránni gengum við inn að Fellsárfossi sem er afar fallegur og kraftmikill. Á leiðinni þurftum við að fara yfir á og í bakaleiðinni nýttu krakkarnir tækifærið og léku sér í ánni.  Eftir gönguferðina var farið i Hrollaugsstaði þar sem spilaður var fótbolti í veðurblíðunni, spilað á spil, lesið, litað og teiknað. Í morgun þegar við vöknuðum var komin úrhellisrigning. Við drifum í að ganga frá og fórum á Hala og skoðuðum Þórbergssetrið undir leiðsögn Þorbjargar Arnórsdóttur sem sagði okkur ýmislegt um lífið fyrr á árum og öldum.  Á heimleiðinni stoppuðum við aftur í Hrolllaugsstöðum og fengum okkur pylsur.