Ævintýraferð í víkingaþorpið

14. maí 2021

Undanfarnar vikur hefur 5.bekkur verið að vinna í landnámsþema og lært um landnemana, siði þeirra og venjur. Þemanu lauk í dag föstudag með ævintýraferð í víkingaþorpið á Horni.

Allir mættu í búningum og með sverð sem krakkarnir bjuggu sjálfir til í Fab lab.

Nemendur í leiklistavali í 7. og 8. bekk voru búnir að útbúa landnámsratleik fyrir krakkana og farið var í kubb og fleiri leiki, sungið saman, dansað viki vaka og grillaðar homeblestsykurpúðasamlokur.