Vikuhátíð 6. bekkjar

31. mar. 2022

Það er stanslaust fjör í skólanum og í dag bauð 6. bekkur upp á vikuhátíð í Sindrabæ. Þangað mættu samnemendur og foreldrar til að njóta sýningarinnar. Þemað var " Höfn got talent" þar sem fjórir dómarar fylgdust með atriðum og líflegur kynnir hélt sýningunni gangandi. Sýningin sjálf innhélt búta úr hinum ýmsu ævintýrum sem og söng og hæfileikasýningu. Við fengum að sjá Karíus og Baktus, ræningjana þrjá, póstinn Pál og köttinn hans, Mikki refur og Lilli klifurmús voru líka sem og bakarinn og bakaradrengurinn og svo kom Ída í Kattholti og söng um kisuna sína. Lína langsokkur kom í tvöfaldri útgáfu, það var tískusýning og Elías spilaði á harmonikku. Dætur og sonur Hornafjarðar sungu fyrir okkur, sagðir voru brandarar og Rihad lék listir sínar með bolta. Í lokin sungu allir og dönsuðu og mikið fjör var í salnum.

HKG