Skólinn hefst 4. janúar
Skólahald hefst samkvæmt stundarskrá miðvikudaginn 4. janúar.Á yngrastigi lauk skólanum með litlu jólunum sem haldin voru í Sindrabæ og stofu jólum morguninn eftir. Á litlu jólunum er hefð fyrir því að 6. bekkur flytji helgileikinn svo koma 2. og 4.bekkur með atriði. Að þessu sinni söng 2. bekkur nokkur lög og 4. bekkur flutti leikrit um 13 jólasveina eða jólastráka. Kennarar settu upp skugga leikhús og sungu vísur um Grýlu. Á eftir komu jólasveinar í heimsókn og dansað var í kringum jólatré.